h1

Tímar í ræktinni

19.1.2011

Ég hafði lengi vel mikla fordóma gegn skipulögðum tímum í ræktinni. Þótti þeir púkó og ekki fyrir svona töffara eins og mig. En svo eldist ég og þroskaðist og nú finnst mér bara fínt að fara í svona tíma. Þar er oft tekið ágætlega á því á tiltölulega stuttum tíma og tíminn nýtist vel. Sem er gott þegar huga þarf að börnum etc.

Í gær fór ég í ræktina eftir vinnu og sá að tími var að hefjast, body pump, og skellti mér í það. Það var svosem ágæt en guð minn almáttugur hvað tónlistin var slæm. Mig verkjaði í eyrun allan tímann.

Brynjuís er góður.

h1

Namminamm

25.8.2010

Úff hvað ég bjó til góðan morgunmat í morgun. Bláberjagrautur. Týndi berin sjálfur. Ekki haframjölin.

Uppskrift:

2 dL haframjöl
5dL vatn
1,5 dL bláber
Smá möndlur
Smá hunang
1 stk Banani

Sjóða grautin hægt (ca 5 min) með 1dL af berjum. Hann verður fallega fjólublár. Salta eftir þörfum.  Setja svo í skál og strá grófhökkuðum möndlum, banana í sneiðum og afganginum af berjunum yfir. Súlla svo smá hunangi á toppinn. Fyrir tvo.

h1

sigh

17.12.2009

h1

Jólabjór ársins er …

13.12.2009

Hin árlega jólabjórsmökkun baddahópsins var haldin hátíðleg um helgina með miklum glæsibrag. Þar voru samankomnir helstu bjórspekúlantar höfuðborgarinnar og þótt víðar væri leitað.

Átta bjórar voru smakkaðir að þessu og sinni og einum „ekki“ jólabjór var lætt inn til að athuga hvort hægt væri að greina hann frá hátíðarbrugginu. Hinir útvöldu bjórar voru: Royal X-mas hvítur, Samuel Adams winter lager, Víking jólabjór, Ölvisholt brugghús Jólabjór, Albani julebrygg, Egils jólabjór, Royal X-mas hvítur og Dökkur Kaldi.

Einkunargjöf var fjórskipt; gefið var einkunn fyrir útlit, ilm, bragð og að lokum heildarupplifun. Stig voru gefin á skalanum 0-25 fyrir hvern lið, semsagt 0-100 allt í allt. Hér fyrir neðan má sjá gröf sem lýsa stigagjöfinni.

Fyrst var útlitið metið – litur, froða og svo framvegis. (smellið til að sjá stærri myndir).

Næst var ilmurinn kannaður og reynt að greina innihaldið með nefskyninu.

Loks var komið að því að bragða á bjórnum.


Í lokin, eftir nokkra sopa, var síðan gefin einkunn fyrir heildarupplifun bjórsins.

Niðurstöður stigagjafarinnar var síðan lögð saman og er sýnd á eftirfarandi grafi. Deila má um hvort er marktækara, heildarupplifunar niðurstaðan eða þá samtals niðurstaðan. Þær svipa þó til hvors annars.

Ásamt stigagjöf skrifuðu bjórsmakkara stuttar umsagnir um hvern lið og þar má finna marga gullmola. Hér fylgja nokkrir:

Um ilminn af hvítum Royal X-mas:

  • Daufur. Sápa/sundlaug“
  • „Smá æla. Eins og stöðnuð borðtuska“

Um ilminn af Ölvisholt Jólabjór:

  • „Tréverkstæði, WTF?!“
  • „Hubba bubba tyggjó, ávaxta skítalykt“

Um bragðið af Ölvisholt jólabjór:

  • „Sterkt eftirbragð, fuck shit, kæst skata bjórsins“
  • „Eins og að drekka hangikjöt“

Um heildarupplifun af Ölvisholt jólabjór:

  • „Skröggur, eyðilagði jólin, jólafýla“

Um ilminn af Víking Jólabjór:

  • „Pissulykt, ekki spes lykt“

Um heildarupplifun af Albani Julebrygg:

  • „Fersk upplifun og skemmtileg tilbreyting frá viðbjóðnum á undan“

Um heildarupplifun af Egils Jólabjór:

  • „Alveg hægt að taka kippu af þessu“

Um ilminn af Dökkum Kalda:

  • „Eins og allt hitt. Ekki vond lykt“

Um heildarupplifun af Dökkum kalda:

  • „Smá mahony“

Um litinn af bláum Royal X-mas:

  • „Vatnsþynnt kók“
  • „Bíó kók“

Um bragðið af bláum Royal X-mas:

  • „Og bjöllurnar hringja – lakkrís og karamella – mildur en samt bragðmikill“

Sigurvegari kvöldins var því Blár Royal X-mas. En helsta niðurstaða kvöldins var að halda sér fjarri Ölvisholt brugghúsi í framtíðinni. Sá bjór var andstyggilegur og hlaut stimpilinn DNF af öllum smökkurum.

Ég þakka fyrir gott kvöld.

Hér má sjá stigagjöfina (pdf skjal)

h1

Loftslagsmál

8.12.2009

Í tilefni loftslagsráðstefnunnar í Kaupmannahöfn (ekki Höfn eins og þeim finnst sniðugt að skrifa í Fréttablaðinu) bendi ég á þessa heimasíðu sem á skýran hátt setur fram deilurnar um loftslagsmálin. Þetta er frekar stutt og mjög áhugavert og nú er bara að lesa þetta yfir og velja sér svo hlið til að halda með og berjast fyrir fram í rauðan dauðann!

Annars hef ég hingað til talið mig vera efasemdarmann um hlýnun jarðar af mannavöldum frekar enn hitt. En ég hef svosem aldrei pælt neitt mikið í því. En núna upp á síðkastið hefur mér snúist hugur og ég er frekar á þeirri skoðun að við séum að valda skaða og rétt sé að við endurskoðum losun okkar á CO2. En ég er svosem enginn vísindamaður í þessu og hef ekki kynnt mér þetta almennilega – þetta er bara svona gut feeling. Eins og flestar aðrar skoðanir mínar.

Michael Owen hafði jákvæð áhrif á hlýnun jarðar í kvöld þegar hann setti þrennu í bílaborginni, Wolfsburg

h1

Ég er orðlaus

8.12.2009
h1

H1N1

26.11.2009

h1

Þetta er gott

20.11.2009

h1

Sometimes I jog

19.11.2009

Í gær var ótrúlega fallegt veður svo ég tók mér pásu frá Matlab forritun og skokkaði einn stuttan hring í hádeginu. Þetta er liður í átakinu Í kjólin fyrir jólin sem hófst á mánudaginn með eins kílómetra sundsprett í hádeginu.

 

gúúgel jörð hjálpaði mér við þetta

Hringurinn sem sjá má á mynd 1 var hlaupinn á 25:08 min sem gerir ca. 12 km/klst. Kannski ég hendi upp Matlab forriti til að fylgjast með hlaupunum. Djók.

Fór svo til tannlæknis í hádeginu í dag. Tannréttingartannlæknis. Ég hafði ekki farið til hans síðan 2004 og ætti held enn að vera nota helvítis góminn sem ég hef örugglega ekki notað síðan 2004. Þetta leit þó allt ágætlega út sagði hann nema hvað ein tönn hafði færst örlítið. Hann vill því taka járnspelkurnar í efrigóm (já, ég er með svoleiðis) en búa til nýjan góm sem ég get notað bara svona til að tjekka hvort allt sé ekki á sínum stað. Spelkurnar í neðri góm (já, ég er líka með svoleiðis) fæ ég hins vegar að taka með mér í gröfina að hans sögn. Jei. Þessi maður er smámunasamasti tannlæknir á Íslandi er ég viss um og mig minnir að Sverrir hafi tekið undir það með mér, tannlæknaneminn sjálfur.

h1

SAP2000 => Excel => Matlab = hamingja

13.11.2009

axial

Áslægur kraftur í boga

 

Afrakstur dagsins enn sem komið er. Matlab kóði sem tekur inn niðurstöður úr SAP2000 sem hafa verið exportaðar í Excel skrá. Matlab skráin tekur svo við þessum gögnum og flokkar þau á hentugan hátt svo hægt sé að dunda sér með þau. Það er gaman í Matlab þegar vel gengur. En ömurlegt þegar illa gengur.