h1

Sometimes I jog

19.11.2009

Í gær var ótrúlega fallegt veður svo ég tók mér pásu frá Matlab forritun og skokkaði einn stuttan hring í hádeginu. Þetta er liður í átakinu Í kjólin fyrir jólin sem hófst á mánudaginn með eins kílómetra sundsprett í hádeginu.

 

gúúgel jörð hjálpaði mér við þetta

Hringurinn sem sjá má á mynd 1 var hlaupinn á 25:08 min sem gerir ca. 12 km/klst. Kannski ég hendi upp Matlab forriti til að fylgjast með hlaupunum. Djók.

Fór svo til tannlæknis í hádeginu í dag. Tannréttingartannlæknis. Ég hafði ekki farið til hans síðan 2004 og ætti held enn að vera nota helvítis góminn sem ég hef örugglega ekki notað síðan 2004. Þetta leit þó allt ágætlega út sagði hann nema hvað ein tönn hafði færst örlítið. Hann vill því taka járnspelkurnar í efrigóm (já, ég er með svoleiðis) en búa til nýjan góm sem ég get notað bara svona til að tjekka hvort allt sé ekki á sínum stað. Spelkurnar í neðri góm (já, ég er líka með svoleiðis) fæ ég hins vegar að taka með mér í gröfina að hans sögn. Jei. Þessi maður er smámunasamasti tannlæknir á Íslandi er ég viss um og mig minnir að Sverrir hafi tekið undir það með mér, tannlæknaneminn sjálfur.

Auglýsingar

One comment

  1. Djöfull ertu duglegur. Það var nú kominn tími á að þú færir að hreyfa þig aðeins.

    Tannréttingar er geðveikt skemmtilegar. Ég geri ráð fyrir að járnspelkurnar (fyrsta skipti sem ég heyri þetta kallað spelkur, ég hef reyndar aldrei vitað hvað þetta kallast) mínar fylgi mér í gröfina, þ.e. verði ég ekki búinn missa tennurnar áður en ég fer í gröfina. Það að missa tennurnar er einmitt minn helsti ótti í lífinu. Annars væri nú gaman fyrir fólk í fjarlægri framtíð að grafa upp okkar jarðnesku leifar og fá að pæla í því hvaða járnrusl þetta er sem er fast við tennurnar 🙂Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: