h1

Pönsur og læti

14.6.2009

Það er búið að vera frekar brjálað að gera upp á síðkastið hjá okkur. Frá því ég bloggaði síðast er ég búinn að klára mitt síðasta próf á mínum háskólaferli (allavega í bili), pakka niður búslóðinni og senda til Íslands, fara til Málmeyjar í dagsferð, fljúga til Íslands, fá lánaðan bíl sem síðan bilaði kvöldið áður en keyra átti til Akureyrar og þaðan til Fáskrúðsfjarðar, fá lánaðan annan bíl til að keyra á austur á firði, keyra austur á Fáskrúðsfjörð, keyra aftur í bæinn viku seinna og skila bílnum, sækja búslóðina til Samskipa, koma henni í geymslu, kaupa bíl (með álfelgum), keyra austur og svo í dag bakaði ég pönnukökur. 

IMG_3389

Sem læknisfrú er mikilvægt að kunna að baka góðar pönnukökur. Ég komst að því í dag að ég þarf að æfa mig betur þó þær hafi nú verið ágætar. Jafnvel að ég reyni að kreista út uppskriftina hennar Ömmu, en hún býr, eins og alþjóð veit, til bestu pönnukökur á Íslandi. 

gft & tjt á fásk

Fáskrúðsfjörður er krúttlegur bær, eða le bær de le krútt eins og sagt er hér. Meira ítarefni um bæinn er væntanlegt hér á þessari síðu í sumar, fylgist með!

5 athugasemdir

  1. mér líst vel á að þú ætlir að blogga svo hægt sé að fylgjast með ykkur á Fáskrúðsfirði 🙂
    Bestu kveðjur til ykkar allra frá Virum !


  2. Þetta voru ansi góðar pönnsur hjá þér


  3. Það er gott að vita að læknisfrúin er að standa sig í heimilshaldinu. Gaman ef maður fengi nú pönnsur þegar maður kemur í heimsókn í krúttbæinn.


  4. Þú færð örugglega pönnsur og gott betur en það. Trausti er nú farinn að sulta svo þið getið fengið heimatilbúna rabarbarasultu með 🙂


  5. Lítur bara þokkalega vel út – hlökkum til að fá svona í sumar með heimagerðri sultu! Við ættum kannski að fara að skiptast á uppskriftun, er nefninlega arkitektanemafrú:P hehe Kannski ekki jafn fínn matur hjá okkur og læknahjónunum…



Færðu inn athugasemd