h1

Jólabjór ársins er …

13.12.2009

Hin árlega jólabjórsmökkun baddahópsins var haldin hátíðleg um helgina með miklum glæsibrag. Þar voru samankomnir helstu bjórspekúlantar höfuðborgarinnar og þótt víðar væri leitað.

Átta bjórar voru smakkaðir að þessu og sinni og einum „ekki“ jólabjór var lætt inn til að athuga hvort hægt væri að greina hann frá hátíðarbrugginu. Hinir útvöldu bjórar voru: Royal X-mas hvítur, Samuel Adams winter lager, Víking jólabjór, Ölvisholt brugghús Jólabjór, Albani julebrygg, Egils jólabjór, Royal X-mas hvítur og Dökkur Kaldi.

Einkunargjöf var fjórskipt; gefið var einkunn fyrir útlit, ilm, bragð og að lokum heildarupplifun. Stig voru gefin á skalanum 0-25 fyrir hvern lið, semsagt 0-100 allt í allt. Hér fyrir neðan má sjá gröf sem lýsa stigagjöfinni.

Fyrst var útlitið metið – litur, froða og svo framvegis. (smellið til að sjá stærri myndir).

Næst var ilmurinn kannaður og reynt að greina innihaldið með nefskyninu.

Loks var komið að því að bragða á bjórnum.


Í lokin, eftir nokkra sopa, var síðan gefin einkunn fyrir heildarupplifun bjórsins.

Niðurstöður stigagjafarinnar var síðan lögð saman og er sýnd á eftirfarandi grafi. Deila má um hvort er marktækara, heildarupplifunar niðurstaðan eða þá samtals niðurstaðan. Þær svipa þó til hvors annars.

Ásamt stigagjöf skrifuðu bjórsmakkara stuttar umsagnir um hvern lið og þar má finna marga gullmola. Hér fylgja nokkrir:

Um ilminn af hvítum Royal X-mas:

  • Daufur. Sápa/sundlaug“
  • „Smá æla. Eins og stöðnuð borðtuska“

Um ilminn af Ölvisholt Jólabjór:

  • „Tréverkstæði, WTF?!“
  • „Hubba bubba tyggjó, ávaxta skítalykt“

Um bragðið af Ölvisholt jólabjór:

  • „Sterkt eftirbragð, fuck shit, kæst skata bjórsins“
  • „Eins og að drekka hangikjöt“

Um heildarupplifun af Ölvisholt jólabjór:

  • „Skröggur, eyðilagði jólin, jólafýla“

Um ilminn af Víking Jólabjór:

  • „Pissulykt, ekki spes lykt“

Um heildarupplifun af Albani Julebrygg:

  • „Fersk upplifun og skemmtileg tilbreyting frá viðbjóðnum á undan“

Um heildarupplifun af Egils Jólabjór:

  • „Alveg hægt að taka kippu af þessu“

Um ilminn af Dökkum Kalda:

  • „Eins og allt hitt. Ekki vond lykt“

Um heildarupplifun af Dökkum kalda:

  • „Smá mahony“

Um litinn af bláum Royal X-mas:

  • „Vatnsþynnt kók“
  • „Bíó kók“

Um bragðið af bláum Royal X-mas:

  • „Og bjöllurnar hringja – lakkrís og karamella – mildur en samt bragðmikill“

Sigurvegari kvöldins var því Blár Royal X-mas. En helsta niðurstaða kvöldins var að halda sér fjarri Ölvisholt brugghúsi í framtíðinni. Sá bjór var andstyggilegur og hlaut stimpilinn DNF af öllum smökkurum.

Ég þakka fyrir gott kvöld.

Hér má sjá stigagjöfina (pdf skjal)

7 athugasemdir

  1. Hér eru augljóslega fagmenn á ferð. Ég ætla að taka þessum niðurstöðum hátíðlega og drekka eingöngu royal x-mas jólabjór þessi jólin 🙂


  2. Snilld. Mad props fyrir að slá þetta allt inn. Virkilega skemmtilegt að fara yfir niðurstöðurnar. Líka áhugavert að sjá að við vorum oft nokkuð sammála, stigagjöfin á svipuðu róli (innan skekkjumarka).

    Þurfum klárlega að halda þessari hefð áfram – jafnvel hafa þetta fyrr, þegar það er til meira úrval af jólabjór.


  3. […] This post was mentioned on Twitter by Hannes, Trausti. Trausti said: This just in: Jólabjór ársins er …: Hin árlega jólabjórsmökkun baddahópsins var haldin hátíðleg um hel… http://bit.ly/7ByboE […]


  4. mjööög ánægður með þetta framtak, glæsilega framkvæmt og vel unnið úr niðurstöðunum.


  5. mjög bitur yfir að mér skuli ekki hafa verið boðið


  6. Þið eruð klárlega á villigötum drengir mínir, Ölvisholt ber höfuð og herðar yfir alla hitt pissið sem þið kallið bjór.


  7. Var þetta tvíblind rannsókn?



Skildu eftir svar við Tweets that mention Jólabjór ársins er … « Mr. T -- Topsy.com Hætta við svar