h1

hmm, þetta er nú ekkert svo kalt núna

9.9.2009

Sjórinn við strendur Íslands er kaldur. Ég hef sannreynt það tvisvar núna. Fór síðast á mánudaginn með Hauki og syntum við þá tvisvar út að fyrstu bauju (ca 200 m allt í allt). Það var alveg jafn erfitt að koma sér ofaní í seinna skiptið en mér fannst þetta samt ganga betur. Eftir að hafa synt einu sinni út að bauju og tilbaka fórum við upp úr sjónum og hlýjuðum okkur aðeins. Fórum svo útí aftur og þá fannst okkur þetta bara þægilegt. Furðulegt alveg. Tilfinningin þegar sest er ofan í heita pottinn eftir á er líka furðuleg. Held ég hafi aldrei áður fengið gæsahúð af hita.

einn að skella sér í sjóinn

Einn að skella sér í sjóinn

Við stefnum á að stunda þetta eitthvað fram á haust, sjáum hvað við þraukum þetta lengi. Hannes og Bjössi koma vonandi líka næst eftir forföll síðast.

Sjá líka færsluna hans Hauks hér.

Auglýsingar

2 athugasemdir

  1. Við sjáum til hvað ég syndi mikið meira í sjónum. Mér finnst þetta skemmtilegt sumarsport í góðu veðri, en veit ekki alveg með að gera þetta að reglulegum viðburði. Ég kem kannski meira í haust/vetur sem andlegur stuðningur og lít svo í pottinn þar sem við getum skeggrætt málefni líðandi stundar.


  2. Já, ætli maður verði ekki að tékka á þessu amk einu sinni enn áður en veturinn skellur á – en ég veit ekki alveg hvort maður sé að fara demba sér í sjóinn þegar hann er dottinn í undir 10°. En það er aldrei að vita…Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: