h1

Læsir fólk bílnunum sínum í Mjóafirði?

31.7.2009

Ég leyfi mér að efast um það.

Fórum í gær í bíltúr eftir vinnu hjá Guðrúnu Fönn. Keyrðum inn í Fagradal og þaðan yfir Mjóafjarðarheiði inn í Mjóafjörð. Því miður var veðrið ekki upp á sitt besta og heldur skýjað. Engu að síður var mjög gaman að koma þarna og það sem sást mjög fallegt. Ég smellti nokkrum myndum sem sjá má hér.

Í Mjóafirði er smá byggð utarlega í norðanverðum firðinum. Þar er að finna smábátahöfn, kirkju, gistiheimili og kaffistofu ásamt nokkrum húsum. Mér fannst mjög merkilegt að koma þangað. Þetta er eitthvað svo afskekkt, ábyggilega ófært yfir heiðina mestan part veturs.

Við stoppuðum nú ekki lengi, fengum okkur bara smá að borða og leyfðum Tómasi að hreyfa sig aðeins áður en við héldum heim á leið aftur. Vegna þess hve klukkan var orðin margt slepptum við því að kíkja á Dalatanga. Það verður gert seinna í betra veðri.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: