h1

Hann er ekkert dauður

27.6.2009

Auðvitað er Michael Jackson ekkert dauður. Maðurinn er bara búinn að koma sér í verðskuldað frí frá brjálæði skemmtanaiðnaðarins. Man eftir að hafa fundist blaðamannafundurinn þar sem hann tilkynnti komandi tónleika skrýtinn. Fake. Það reyndist rétt.

Annars var ég svo heppinn að upplifa hann live i Idrætsparken ’92. Fáránlega stór upplifun fyrir 9 ára gutta. Fór með mömmu, Bo og Jasper. Við stóðum frekar aftarlega uppi í stúku með góða yfirsýn og svo tók Bo okkur Jasper til skiptis upp á axlirnar og niður á „gólfið“ nær sviðinu. Sælar minningar.

Eftir tónleikana vildum við strákarnir endilega fá plaggöt með heim. Mamma og Bo klikkuðu á því að vera með nægilegt reiðufé og áttu bara fyrir einu plaggati. Jaspers plaggati. Til að bjarga málum man ég að þau skiptu sólgleraugunum hans Bo fyrir plaggati handa mér. Sólgleraugu sem kostuðu 600 danskar. Dýrt plaggat það. En lágt verð fyrir frið milli stjúpbræðra.

Að lokum gáta fyrir lesendur, pínu nasty gáta sem ég rakst á í gær.

Q: What is the difference between Michael Jackson and Alex Ferguson?

Auglýsingar

One comment

  1. máli mínu til stuðnings: http://www.michaeljacksonsightings.com/Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: